Ótímabær andlátstilkynning Viðskiptablaðsins

Davíð Þorláksson, karlpistlahöfundur Viðskiptablaðsins og fyrrverandi formaður SUS ritar dánarfregn í blað dagsins. Í pistli sínum lýsir Davíð því með dramatískum hætti að dagar feðraveldisins sé formlega taldir.

Fyrir þessu færir maðurinn rök. Hann segir meðal annars að þó karlar eigi fleiri eignir (og meira fé) en konur í heiminum jafnist það út vegna þess að konur eru í meirihluta þeirra sem útskrifast úr háskólum. Þá viðurkennir hann jafnframt að halli á konur á atvinnumarkaði, þær séu líka mun færri í stjórnum fyrirtækja en það jafnist einnig út því mun fleiri karlar sitji í fangelsi.

KÞBAVD við að brjóta af sér, right?

„Feðraveldið er því liðið undir lok“

Tilkynnir hinn frómi karlpenni, Davíð okkur kerlingunum sem heimtum jafnrétti. Svo steytir hann hnefa upp í loftið máli sínu til stuðnings (ímynda ég mér).

Það er eitt sem gleymdist þó að athuga fyrir ritun dánarfregnar og það er þessi frétt hér.  Þar kemur fram að aldrei hafi fleiri konur leitað á Neyðarmóttöku nauðgana en í liðnum mánuði. Það er nokkuð stórt og kröftugt lífsmark, Davíð.

Svo ég geri orð Lenny Kravitz að mínum:

So many tears I’ve cried
So much pain inside
But baby it ain’t over ’til it’s over

Pistil Davíðs má lesa fyrir neðan í heild sinni með því að smella á myndina.

20526296_10213957819560847_6983447603403073576_n.jpg