Um okkur

Við erum hópur öfgafemínista sem vill brjóta feðraveldið á bak aftur. Hér ætlum við að birta greinar um hverskyns misrétti sem verður á vegi okkar. Við heitum því að vera róttækasti punktur internetsins og að okkur sé ekkert óviðkomandi.

KÞBAVD er skammstöfun fyrir „Konur þurfa bara að vera duglegri“ en sú setning hefur oft einkennt málflutning karla þegar konur benda á misrétti sem þær verða fyrir.

„Konur verða bara að vera duglegri við að sækja um áhrifastöður,“ er t.d. kunnulegt stef þegar rýnt er í kynjamisrétti á vinnumarkaði.

„Konur verða bara að vera duglegri við að verja sig fyrir nauðgunum,“ er setning sem heyra mátti í kjölfar umræðu um nauðgunarlímmiða á útihátíð.

„Konur verða að vera duglegri við að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf,“ má einnig heyra í umræðunni um kynjahalla á vinnumarkaði.

-Og svona mætti lengi áfram telja.

KÞBVD.is var stofnað til höfuðs þeirri orðræðu að konur séu ekki nógu duglegar við nokkurn skapaðan hlut og geti því sjálfum sér um kennt fyrir ójafnréttið sem þær búa við.

FUCK THE PATRIARCHY!